Verkið 'dwelling' eftir Masaya Ozaki og Lilju Maríu Ásmundsdóttur verður flutt í Akranesvita laugardaginn 16. ágúst kl. 18:00. Þau fá til liðs við sig flautuleikarann Berglindi Maríu Tómasdóttur, klarínettleikarann Bergþóru Kristbergsdóttur og víóluleikarann Þórhildi Magnúsdóttur.
'dwelling' er skapandi ferli í stöðugri þróun innblásið af reglulegum gönguferðum. Grunnurinn að verkinu er byggður á gönguleiðum á milli heimila tónskáldanna í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Fyrir tónleikana í Akranesvita hafa þau aðlagað verkið og sækja innblástur til umhverfisins í kringum vitann en einnig hafa þau greint tíðnir sem óma vel í vitanum sjálfum. Á meðan á flutningi stendur verða grafískar nótur smám saman til úr bleki og bráðnandi klaka. Tónlistin þróast samhliða út frá því hvernig bráðnandi klakinn málar með blekinu.
Hægt er að tryggja sér pláss á viðburðinn með því að hafa samband við Lilju Maríu í gegnum vefsíðu verkefnisins: www.liljamaria.com/dwelling
Miðaverð: Frjáls framlög (ráðlagt framlag: 2.500 kr.). Öll framlög fara til flytjenda.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að styrkja verkefnið verður hægt að kaupa málverk frá fyrri tónleikum og æfingaferlinu.
Berglind María Tómasdóttir - flauta
Bergþóra Kristbergsdóttir - klarínett
Þórhildur Magnúsdóttir - víóla
Masaya Ozaki - tape loops, OP-1, litlar hörpur
Lilja María Ásmundsdóttir - hulda
Styrkt af Tónskáldasjóði RÚV og STEFs.
///
The work 'dwelling' by Masaya Ozaki and Lilja María Ásmundsdóttir will be performed at Akranes Lighthouse on Saturday, the 16th of August at 18:00. Flautist Berglind María Tómasdóttir, clarinettist Bergþóra Kristbergsdóttir, and Þórhildur Magnúsdóttir on viola will be performing with the composers.
'dwelling' is an ongoing creative process inspired by regular walks. The foundation for the piece is based on walking routes between the composers’ homes in Reykjavík and Seltjarnarnes. For the performance at the lighthouse, they have added layers to the piece inspired by exploring the area surrounding the lighthouse as well as analysing the resonant frequencies of the lighthouse itself. During the performance, a graphic score is slowly created with ink and melting ice. As the melting ice paints with the ink, the music develops alongside the ever-changing score.
To book a place, please contact Lilja María through the project’s website: www.liljamaria.com/dwelling
Tickets: Pay what you can (suggested contribution: 2.500 kr.). All contributions go to the performers.
For those who are interested in supporting the ongoing project, it will be possible to purchase paintings from previous performances and the rehearsal process.
Berglind María Tómasdóttir - flute
Bergþóra Kristbergsdóttir - clarinet
Þórhildur Magnúsdóttir - viola
Masaya Ozaki - tape loops, OP-1, small harps
Lilja María Ásmundsdóttir - hulda
Supported by Tónskáldasjóður RÚV og STEFs.