An exhibition at Óskarsbraggi, Raufarhöfn.
Sýningin Túndran og tifið á Sléttu hverfist um Melrakkasléttu og þær breytingar sem hafa þegar orðið og munu senn verða bæði lífríki og jarðvegi landsvæðisins, sem afleiðing hamfarahlýnunar. Þátttakendur sýningarinnar samanstanda af fjölbreyttum hópi reynslumikilla listamanna: myndlistarmanna, tónskálds, hljóðfæraleikara og hönnuðar. Sýningarverkefnið er unnið í samstarfi við Menningarfélagið Heimsenda og Rannsóknastöðina Rif. Vísindafólk hefur safnað saman gögnum um landsvæðið
og verður sá gagnabanki aðgengilegur listamönnunum. Þeir munu móta verk úr gögnunum og miðla þeim á samsýningu sem haldin verður á Raufarhöfn næsta sumar. Ósæð verkefnisins er Óskarsbraggi, veglegt timburhús á Raufarhöfn, sem mun hýsa sýninguna. Húsið hefur verið í uppbyggingu undanfarin ár og er stefnt að því að það verði sannkölluð menningarmiðstöð. Það tengir verkefnið við brothætta byggðarsögu Raufarhafnar – hnignun og uppgang.