FB event.
Concert with Berglind María Tómasdóttir. Starts at 9pm. House opens at 8:30pm. Tickets: 2000 ISK
The concerts consists of music for flutes; flute alone and many flutes. Most of them sound in real-time but some of them are prerecorded. A sine wave and noise in various forms also contribute to the show.
Program:
Prelude:
- Berglind María Tómasdóttir: Loft
—
- Nicholas Deyoe: things written in the snow: 2.beneath a fresh layer
- Scott Worthington: A Time That Is Also a Place
- Chaya Czernowin: Ina*
- Morton Feldman: Trio**
-Anna Þorvaldsdóttir: Ethereality
- Peter Ablinger: Flöte und Rauschen
-Clint McCallum: Bergzies world premiere
Berglind María Tómasdóttir flute, bass flute, piccolo.
*Recorded flutes: John Fonville
**Together with: Björg Brjánsdóttir and Hafdís Vigfúsdóttir.
About the works:
Loft is the opener of a forthcoming album that features music for flute by me from 2015-’16. The piece was recorded and mixed by composer/performer Ólafur Björn Ólafsson.
things written in the snow for bass flute and “a feedback-flirting amplifier” by Nicholas Deyoe was composed 2011-’12 and premiered in February 2012 at UC San Diego where both of us were studying at the time.
A Time That Is Also a Place by Scott Worthington var written for flutist Rachel Beetz. The tone material consists of 4 multiphonics played by the flutist and electronics.
Ina by Chaya Czernowin is a piece for bass flute and prerecorded flutes, here played by my old professor John Fonville. It was written in La Jolla, California in 1988.
Trio for flutes by Morton Feldman was composed in 1972 and, as far as I know, is having its Iceland premiere here.
Ethereality for bass flute and electronics by Anna Thorvaldsdóttir was premiered at UC San Diego in Spring 2009 as a part of a show that featured compositions by Anna and composer Carolyn Chen. In March 2014 I played the piece in a concert at Reykjavík Art Museum (as well as Nicholas Deoye’s piece that is also on the program).
I met Peter Ablinger at the Darmstadt Summer Academy in the summer of 2014 where I participated in his course Composition Beyond Music. Two years later he was in Iceland for Tectonics Festival where I played this short piece for flute and noise. The piece explores the tone D4, white noise and silence, and the juxtaposition between all of the above. Furthermore, this piece was a part of the show Cage for Kids in Mengi last year, featured in the Children’s Culture Festival.
Bergzies was composed early 2014. The intention was to perform it that year but somehow three years went by until its premiere which is taking place now. The title refers to my nick name although only used by two people in the world.
BMT
//
Tónleikar með Berglindi Maríu Tómasdóttur í Mengi laugardagskvöldið 11. febrúar. Hefjast klukkan 21.
Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2000 krónur.
Á tónleikunum hljómar tónlist fyrir flautu; stundum eina, stundum fleiri, oftast í rauntíma en einnig heyrist í uppteknum flautum fyrri tíma. Á köflum hljómar líka sónn, suð og hávaði.
Forleikur:
- Berglind María Tómasdóttir: Loft
___
- Nicholas Deyoe: things written in the snow:2. beneath a fresh layer
- Scott Worthington: A Time That Is Also a Place
- Chaya Czernowin: Ina*
- Morton Feldman: Trio**
- Anna Þorvaldsdóttir: Ethereality
- Peter Ablinger: Flöte und Rauschen
- Clint McCallum: Bergzies frumflutningur
Berglind María Tómasdóttir flauta, bassaflauta, piccolo.
*Flautuleikur á hljóðrás: John Fonville
**Meðspilarar: Björg Brjánsdóttir og Hafdís Vigfúsdóttir.
Um verkin:
Loft er prufukeyrsla hljóðverks af væntanlegri plötu sem inniheldur tónlist fyrir flautu eftir mig frá 2015-‘16. Loft er unnið í samvinnu við Ólaf Björn Ólafsson tónskáld og flytjanda.
Verk Nicholas Deyoe var samið fyrir mig 2011-’12 og frumflutt í febrúar sama ár í Kaliforníuháskóla í San Diego (UCSD) þar sem við vorum bæði við nám. Það er fyrir bassaflautu, rödd og feedbackflörtandi magnara.
Verk Scott Worthington var frumflutt af flautuleikaranum Rachel Beetz. Tónefni flauturaddarinnar eru fjórir fjölradda tónar eða svokallaðir multiphonics en einnig kemur hljóðrás við sögu.
Verk Chayu Czernowin er fyrir bassaflautu og flautuhljóðrás sem minn gamli kennari John Fonville útbjó. Verkið var klárað í La Jolla í Kaliforníu árið 1988.
Tríó eftir Morton Feldman er frá árinu 1972 og heyrist hér, eftir því sem ég best veit, í fyrsta sinn á Íslandi þrátt fyrir að vera komið til ára sinna.
Verk Önnu Þorvaldsdóttur hljómaði fyrst á tónleikum í UCSD að vorlagi 2009, þá sem partur af prógrammi sem samanstóð af verkum Önnu og tónskáldsins Carolyn Chen. Ég flutti verkið aftur á tónleikum á vegum Jaðarbers í Hafnarhúsinu í mars 2014 (á sömu tónleikum var jafnframt verk Nicholas Deyoe sem einnig heyrist á tónleikunum hér). Verkið er fyrir bassaflautu og hljóðrás.
Ég kynntist Peter Ablinger á Tónlistarhátíðinni í Darmstadt sumarið 2014 er ég sótti námskeiðið Composition Beyond Music sem hann leiddi. Tveimur árum síðar var hann svo gestur á Tectonics hátíðinni þar sem ég flutti þetta stutta verk eftir hann sem kannar skynjun okkar á tóninum d4, hvítu suði og þögn, og samspilinu þar á milli. Einnig lék ég þetta verk á tónleikum fyrir börn í Mengi á Barnamenningarhátíð 2016.
Clint McCallum samdi verkið Bergzies snemma árs 2014 og var meiningin að flytja það fyrr en einhverra hluta vegna hefur það dregist þar til nú. Titill verksins er gælunafn sem tvær manneskjur í heiminum ávarpa mig með.
BMT