Nov
16
7:30 PM19:30

Personal Clutter at Deep Time

p.e.r.s.o.n.a.l.c.l.u.t.t.e.r// d.e.e.p.t.i.m.e@f.r.u.i.t.m.a.r.k.e.t p.e.r.s.o.n.a.l.c.l.u.t.t.e.r present a programme for Deep Time that explores the fragility of stasis, slowness, and the natural world amid the clamour of clickbait, short attention spans and the Information Age. Between the disparate and the hyperconnected, the timeless and the ever-changing, the audience will be drawn from internal moments to an extroverted and hyperactive present. Through the lens of selected composers whose themes include deep listening, movement, popular culture and ritual, p.e.r.s.o.n.a.l.c.l.u.t.t.e.r invite the audience to pay attention to the quiet as well as the noise, and experience minute and sometimes frantic changes in their bodies alongside more spacious meditations. The programme opens with a new work, seconds, minutes, hours, eons by composer Sara Glojnarić – commissioned for Deep Time by Fruitmarket and p.e.r.s.o.n.a.l.c.l.u.t.t.e.r – which contextualises the concept of deep time by making seamless jumps from the Big Bang to Brexit through a hybrid form that combines a concert scenario with scripted reality and musiktheater, to reflect on the history of time through the eyes of a millennial in a post-internet world. Programme Sara Glojnarić seconds, minutes, hours, eons, 2023 (world premiere, commissioned by Fruitmarket) (10 mins) Berglind María Tómasdóttir My Favourite Things, 2023 (UK premiere) (12 mins) Esin Gunduz A Sense of Energy, 2018 (UK premiere) (5 mins) Jenni Hogan Gregor, 2023 (world premiere) (6 mins) Jennifer Walshe EVERYTHING YOU OWN HAS BEEN TAKEN TO A DEPOT SOMEWHERE, 2013 (10 mins) Jessie Marino Jesus fucking Christ Linda, 2020 (12 mins)

View Event →
Jul
20
to Jul 21

Tónlistarhátíðin Sunnuhvoli, Bárðardal

Alþjóðleg tónlistahátíð á Sunnuhvoli í Bárðardal með tónlistarmönnum úr fremstu röð sem skapa tilraunakennda tónlist þar sem áhersla er lögð á samsköpun og útvíkkun hefðbundinna tónlistarforma.

Tónlistarstjóri: Berglind María Tómasdóttir

STAÐSETNING
Allir tónleikarnir að orgeltónleikum í Lundarbrekkukirkju undanskyldum verða í hlöðunni á Sunnuhvoli.
Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar en tekið við frjálsum framlögum.

STYRKTARAÐILAR
Hátíðin er styrkt af Tónlistarsjóði og Tónskáldasjóði RÚV.

DAGSKRÁ

Fimmtudagur 20. júlí

Sunnuhvoll
20:00 Amy Cimini fiðla

21:00 Trio: Ana Luisa de Cossio fiðla, Cameron Anderton fagott, og Ása Ólafsdóttir, gítar

22:00 Yvette Jackson: Left Behind - Brot úr Radio Opera
Yvette Jackson raf, Amy Cimini fiðla, Berglind M. Tómasdóttir flauta

***

Föstudagur 21. júlí

Lundarbrekkukirkja
17:00 Tiffany Ng
Tónlist eftir Sarah Davachi

Sunnuhvoll
20:00 Harp & Arp
Jesper Pedersen rafhljóð og Katie Buckley harpa

21:00 in^set trio
David Aguila trompet, Teresa Díaz de Cossio flauta og Ilana Waniuk fiðla

______________________________

Join us for a unique music festival where distinguished musicians perform in the spectacular surroundings of Sunnuhvoll in Bárðardalur. The musicians performing have received worldwide attention for their work in the field of experimental music.

THE VENUE
All the concerts, apart from the organ concerts in Lundbrekkukirkja, take place in the large barn at Sunnuhvoll, Bárðardalur’s no. 1 music hall. All events of the festival will be free, but voluntary donations will be accepted.
Music Director: Berglind María Tómasdóttir

OUR SUPPORTERS
The festival is supported by Music Fund (Tónlistarsjóður) and RÚV's Composers' Fund

PROGRAM

Thursday July 20

Sunnuhvoll
8:00 PM Amy Cimin violin

9:00 PM Trio: Ana Luisa de Cossio violin, Cameron Anderton bassoon and Ása Ólafsdóttir guitar

10:00 PM Yvette Jackson: Left Behind - Excerpts from a Radio Opera
Yvette Jackson electronics, Amy Cimini violin, Berglind M. Tómasdóttir flute

***

Friday July 21

Lundarbrekka Church
5:00 PM Tiffany Ng organ
Music by Sarah Davachi

Sunnuhvoll
8:00 PM Harp & Arp
Jesper Pedersen electronics and Katie Buckley harp

9:00 PM in^set trio
David Aguila trumpet, Teresa Díaz de Cossio flute and Ilana Waniuk violin

More info on Facebook and Instagram.

View Event →
Jun
24
4:00 AM04:00

Poppy@88

To celebrate Terry Riley's 88th birthday, ContaQt and MIT Sounding presented a global telematic event that resonated – literally - worldwide. At the stroke of midnight EDT on June 24th, 2023, a diverse community of 88 individuals, spread across 60 locations in 23 countries and 6 continents came together online to play music with one another, live and in real-time. With no pre-recorded material, no click tracks, no safety nets or contingency plans, together they performed Poppy@88, a collective composition arranged by Evan Ziporyn, paying homage to Riley’s iconic 1967 piece Poppy Nogood & The Phantom Band.

LISTEN TO THE PERFORMANCE HERE.

View Event →
Apr
20
8:00 PM20:00

Líkami, Kjarrblámi

Bergþóra Ægisdóttir’s graduation recital:

Líkami, kjarrblámi leitast við að rannsaka og breiða úr hlutverki klassíska tónlistarflytjandans. Þar er stuðst við margvíslegar aðferðir samtíma- og tilraunatónlistar, með sérstaka áherslu á notkun texta og tungumáls til að stuðla að og miðla tónsköpun. Öll verkin á viðburðinum, hvort sem þau eru ævagömul, samin á síðustu árum eða spunnin á staðnum, hafast við og standa á beit á mörkum tónlistar, tungumáls og merkingar. líkami, kjarrblámi reynir að búa til rými fyrir tónlist sem er alltaf með vaxtaverki, þar sem sem rétt og rangt skiptir minna máli en að hlusta af alúð. Kjarrbláminn er harðger, blómstrar snemma vors og gægist undan hvítri snjóbreiðu.

Program //

Pauline Oliveros - Antiphonal Meditation
Sléttsöngur - O florens rosa
Kate Soper - Only the Words Themselves Mean What They Say
Bergþóra Ægisdóttir - Bliss is a carbon cycle
Bergþóra Ægisdóttir - Kirsuber
Sléttsöngur - Ave regina caelorum
Frjáls spuni - Kjarrblámi

Performers //

Berglind María Tómasdóttir, c-flute, bass flute and piccolo
Bergþóra Ægisdóttir, voice and symphone
Haraldur Ægir Guðmundsson, double bass
John McCowen, double bass clarinet
singers from Breiðholtskirkjukór

View Event →
Feb
10
1:00 PM13:00

Að spila er að semja er að hlusta er að spila / To perform is to compose is to listen is to perform

Fyrirlestur á Hugarflugi, ráðstefnu LHÍ

Að spila er að semja; að semja er að spila. Valdefling flytjandans er starfendarannsókn Berglindar Maríu Tómasdóttur sem byggir á iðju hennar sem skapandi flytjandi. Vegferð hennar sem listamaður liggur til grundvallar rannsókninni; frá því að upplifa takmarkanir í dagskrárvaldi í hlutverki hins sérhæfða flytjanda, í að vinna jöfnum höndum að þverfaglegri sköpun og flutningi.

//

Talk at Hugarflug, IUA’s annual conference.
Performing is composing; composing is performing. Empowering the performer is a practice based research based on Berglind María Tómasdóttir´s practice as a creative performer. At the core of the research is her journey as an artist, from experiencing creative restrictions as a specialised contemporary music performer,to working simultaneously as a performer/composer across different mediums.

View Event →
Jan
25
5:00 PM17:00

In a Large Open Space by James Tenney - at Dark Music Days

Verkið In a Large Open Space eftir James Tenney, frá árinu 1994, býður áheyrendum í könnunarleiðangur um yfirtónaröðina. Flytjendur (Skerpal og Bozzini-kvartettinn) koma sér fyrir í anddyri Hörpu (Hörpuhorni) og bjóða áheyrendum að ganga frjálslega um rýmið meðan á flutningi stendur.

Skerpla er tónlistarhópur með aðsetur við Listaháskóla Íslands, sem stofnaður var haustið 2018. Skerpla rannsakar, skapar og flytur tónlist af tilraunakenndum toga með það að markmiði að víkka út hefðbundnar hugmyndir um tónlist.

Leiðbeinendur Skerplu eru Berglind María Tómasdóttir og John McCowen.

Myrkir músíkdagar

//

In a Large Open Space is an exploration of the natural phenomenon of the harmonic series. The performance will take place in the foyer of Harpa, inviting the audience to move freely around the space during the performance.

Performers: Skerpla and The Bozzini Quartet

Founded in 2018, Skerpla is Iceland University of the Arts Experimental Music Ensemble. Skerpla explores, creates and performs music in the expanded field. The leaders of Skerpla are Berglind María Tómasdóttir, professor at the Iceland University of the Arts, and John McCowen, adjunct at the at the Iceland University of the Arts.

Dark Music Days

View Event →
Jan
19
8:00 PM20:00

Rachel Beetz & Berglind María Tómasdóttir

Hver eru hljóð undirmeðvitundarinnar? Rachel Beetz og Berglind María Tómasdóttir kanna þennan hljóðheim í gegnum spuna, rafmeðhöndlaðan flautuleik og leyndardómar tilfinninga sem liggja í undirmeðvitundinni koma í ljós. Á tónleikunum hljómar tónlist af nýlegri plötu Rachel Beetz, Unofficial auk þess sem ný verk eftir Berglind og Rachel verða flutt.

Berglind og Rachel hittust árið 2010 þegar þær lögðu báðar stund á nám við Kaliforníuháskóla í San Diego. Allar götur síðan hefur gagnkvæm aðdáun þeirra vaxið og dafnað. Rachel býr í Los Angeles, Berglind í Reykjavík og marka tónleikarnir tímamót en þá verða ávextir samstarfs þeirra frumfluttir.
Sem tónskáld og hljóðlistamaður kannar Rachel Beetz vitund sem byggð er á ótömdum djúphlustunarævintýrum hennar. Berglind Tómasdóttir er flautuleikari og tónskáld. Í verkum sínum kannar hún ímyndir og erkitýpur sem og tónlist sem félagslegt fyrirbæri. Saman vonast þeir til að varpa ljósi á djúpskynjuð hljóð frá sameiginlegri undirmeðvitund okkar.

Húsið opnar kl 19.30
Tónleikar hefjast kl 20.00
Miðaverð 3000

[EN] What are the sounds of our subconscious mind? Through electronically processed flutes and improvisation, Rachel Beeetz and Berglind María Tómasdóttir explore these sounds, revealing secrets from the depths of their subconscious emotions. This program features excerpts from Beetz’s recent album Unofficial in addition to new works made in collaboration with Berglind.

Berglind and Rachel met in 2010 while studying at University of California San Diego. Over the past decade, their mutual admiration has grown. With Rachel in Los Angeles and Berglind in Reykjavík, this evening is the premiere of their artistic collaboration. As a composer and sound artist, Rachel Beetz explores presence based on her deep listening adventures in the wild. Berglind Tómasdóttir is a flutist and interdisciplinary artist. In her work she explores identity and archetypes, as well as music as a social phenomenon. Together, they hope to illuminate a deeply heard sound from within our collective unconscious.

House opens 7.30PM
Concert starts 8.00PM

Admission is 3000 ISK

The event on Facebook

View Event →
Dec
11
5:00 PM17:00

ómur // resonance

ómur // resonance

Tónleikar í Áskirkju

sunnudaginn 11. desember 2022 kl. 17:00

— Aðgangur ókeypis —

Í upphafi og um miðja stund les Anna María Bogadóttir úr nýrri bók sinni, Jarðsetning.

efnisskrá

og brenna eins og fuglinn inn í eilífðina ...

Lilja María Ásmundsdóttir

Riposo

Tryggvi M. Baldvinsson

Ethereality

Anna Þorvaldsdóttir

Bambaló

Berglind María Tómasdóttir

Paula's Song

Berglind María Tómasdóttir

Lokkur

Berglind María Tómasdóttir og Jesper Pedersen

Berglind María Tómasdóttir, flautur

Jesper Pedersen, elektróník

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði

Síðbúnir útgáfutónleikar

Árið 2021, gaf ég út þrjár plötur. Ég hélt þó enga útgáfutónleika til að fagna þessum áfanga enda heimsfaraldur enn yfirstandandi.

Nú hyggst ég bæta úr því með tónleikum í Áskirkju. Verkin á efnisskránni eru annars vegar af plötunni Ethereality sem inniheldur verk fyrir flautu og hins vegar verk fyrir Lokk sem finna má í ólíkri mynd á plötunum Tónlist fyrir Lokk og Lokkur -- hljóðbréf. Með mér á tónleikunum verður Jesper Pedersen og mun hann halda utan um rafmynd tónleikanna.

Höfundar verka á tónleikunum eru Anna Þorvaldsdóttir, Lilja María Ásmundsdóttir, Tryggvi M. Baldvinsson auk flytjenda.

Sérstakur gestur er Anna María Bogadóttir en hún mun lesa úr nýútkominni bók sinni, Jarðsetning.

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði.

//////////////////

Concert at Áskirkja,

December 11, at 5PM.

-- Free entrance --

Before and during the concert, Anna María Bogadóttir will be reading from her brand new book, Interment.

program

and burn like the bird into eternity ...

Lilja María Ásmundsdóttir

Riposo

Tryggvi M. Baldvinsson

Ethereality

Anna Þorvaldsdóttir

Bambaló

Berglind María Tómasdóttir

Paula's Song

Berglind María Tómasdóttir

Lokkur

Berglind María Tómasdóttir og Jesper Pedersen

Berglind María Tómasdóttir, flutes and Lokkur

Jesper Pedersen, electronics

A belated release concert celebrating the three albums I released last year: Ethereality, Music for Lokkur and Lokkur Reworks. Works by Anna Thorvaldsdóttir, Lilja María Ásmundsdóttir, Tryggvi M. Baldvinsson, yours truly and Jesper Pedersen.

Before and during the concert, Anna María Bogadóttir will be reading from her recently published book, Interment.

The concert is supported by Music Fund -- Rannís

The event on Facebook

View Event →
Oct
11
to Oct 15

Nordic Music Days

My instruments, Hrokkur and Lokkur, are featured in the exhibition Innovative Instruments.

The exhibition is part of Nordic Music Days 2022 program, held in Reykjavík’s City Hall. In recent years the field of experimental instrument design has been flourishing. Classical instruments are being augmented and new instruments are being born both in the physical and digital worlds. At this exhibition we try to capture the very essence of this ideology, with some of Iceland’s most progressive instrument alchemists.

Further information here.

View Event →
Sep
4
5:00 PM17:00

Tónleikar í minningu Hallfríðar Ólafsdóttur

Íslenski flautukórinn stendur fyrir tónleikum í minningu Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara, stjórnanda og höfundi sem lést þann 4. september 2020 eftir baráttu við krabbamein.

Tónleikarnir verða haldnir í Langholtskirkju. Á efnisskránni verða tónverk sem flytjendur tengja við minningu Hallfríðar og sem henni voru kær. Á dagskránni verða einnig tvö ný tónverk samin sérstaklega af þessu tilefni af tónskáldum sem hún vann náið með á sínum ferli. Með tónleikunum verður minning hennar heiðruð og leitast eftir því að endurspegla hennar einstöku og fögru sýn á tónlist og lífið sjálft.

Efnisskrá:
Þorkell Sigurbjörnsson: Heyr himnasmiður
Þórunn Guðmundsdóttir: Hafblik (frumflutningur)
Mozart: Ave Verum Corpus
Hugi Guðmundsson: Lux

Hlé

Bára Grímsdóttir: Ég vil lofa eina þá
Páll Ragnar Pálsson: Ascension (frumflutningur)
Þorkell Sigurbjörnsson: Rá’s dozen
Þorkell Sigurbjörnsson: Nú hverfur sól í haf

Íslenski flautukórinn:
Áshildur Haraldsdóttir
Berglind María Tómasdóttir
Berglind Stefánsdóttir
Björg Brjánsdóttir
Björn Davíð Kristjánsson
Dagný Marinósdóttir
Ingunn Jónsdóttir
Jón Guðmundsson
Karen Karólínudóttir
Lilja Hákonardóttir
Magnea Árnadóttir
Maria Cederborg
Margrét Stefánsdóttir
Pamela De Sensi
Petrea Óskarsdóttir
Sólveig Magnúsdóttir

Viðburður á Facebook

View Event →
Aug
24
7:30 PM19:30

Hollow

Hljóð- og sjónræna innsetningin Hollow verður frumsýnd í Hörpu þann 24. ágúst. Verkið er hannað af Lilju Maríu Ásmundsdóttur og er innsetningin fyrir málmskúlptúr, myndband, dansara, hljóðfæraleikara og rafpart. Verkið er flutt af Berglindi Maríu Tómasdóttur á bassaflautu, Heklu Magnúsdóttur þeramínleikara, Mikael Mána Ásmundssyni rafmagnsgítarleikara, Lilju Maríu á skúlptúrinn Huldu og dönsurunum Erlu Rut Mathiesen, Eydísi Rose Vilmundardóttur og Söru Margréti Ragnarsdóttur.

Málmskúlptúrinn er samsettur úr nokkrum málmplötum og dansararnir virkja hljóðeiginleika þeirra með hreyfingum sínum á meðan hljóðfæraleikararnir spinna út frá hljóð- og sjónrænum eiginleikum innsetningarinnar. Myndefni verksins er tekið upp í helli í Hollandi en þróun innsetningarinnar byggist á samtali milli hreyfinga myndavélarinnar og hreyfingu sólarljóss sem dansaði í gegnum foss yfir á veggi hellisins þegar upptökur áttu sér stað.

Sýningin er opin frá 19:30-22:00. Sýningin er 30 mínútur að lengd og áhorfendum er hleypt inn á heila og hálfa tímanum. Miðaverð er 1.500 kr.

Verkefnið er styrkt af Tónlistarsjóði, Listamannalaunum og Menningarsjóði FÍH.

---

The audio-visual installation Hollow will be premiered at Harpa on the 24th of August. The piece is designed by Lilja María Ásmundsdóttir for a metal sculpture, video, dancers, musicians and electronics. The piece will be performed by Berglind María Tómasdóttir on bass flute, Hekla Magnúsdóttir on theremin, Mikael Máni Ásmundsson on electric guitar, Lilja María on the sculpture Hulda and the dancers Erla Rut Mathiesen, Eydís Rose Vilmundardóttir and Sara Margrét Ragnarsdóttir.

The metal sculpture consists of several metal plates and the dancers activate their sound properties with their movements while the musicians improvise based on the sonic and visual elements of the installation. The visual material is based on video fragments of flickering sunlight recorded inside a cave in the Netherlands. The installation develops as the movements of the camera and the flickering sunlight work together to shape the space.

The installation is open from 19:30-22:00. The show is 30 minutes long and the entrance door is opened every half hour. Tickets are 1.500 kr.

The project is funded by Tónlistarsjóður, Listamannalaun and Menningarsjóður FÍH.

The event on Facebook.

View Event →
Jul
22
9:00 PM21:00

Meditatíf flaututónlist í Bárðardal

Berglind María Tómasdóttir flytur meditatífa flaututónlist í Hlöðunni á Sunnuhvoli, Bárðardal föstudaginn 22. júlí kl. 21.00.

Tónlistin er eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Lilju Maríu Ásmundsdóttur, Telemann, Tryggva M. Baldvinsson og Berglindi Maríu. Flest verkin eru af plötu Berglindar, Ethereality, sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar 2021.

Á undan tónleikum Berglindar les Anna María Bogadóttur brot úr væntanlegri bók sinni, Jarðsetning, sem kemur út hjá Angústúru í haust.

Viðburðurinn er um klukkustund að lengd.
Athugið að þetta er listrænn viðburður.
Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir!

Nánar hér - More information here.

View Event →
Jul
9
4:00 PM16:00

Ethereality - Skálholt

Á tónleikunum hljóma verk af plötunni Ethereality sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2021 í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Jafnframt hljóma verk eftir Telemann og J. S. Bach í útsetningum flytjenda.

Flytjendur:
Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari og tónskáld
John McCowen, klarínettleikari og tónskáld

Ekki er aðgangseyrir að tónleikunum en við tökum glöð við frjálsum framlögum ef fólk hefur tök á.

/

Flutist and composer, Berglind María Tómasdóttir and composer/clarinetist John McCowen join together in a performance. The concert features works from the album Ethereality that was chosen Album of the Year - Contemporary and Classical at the 2021 Icelandic Music Awards. Furthermore, the performers will play their own arrangements of works by Telemann and J. S. Bach.

The event on Facebook

View Event →
May
17
7:30 PM19:30

Assembling Bodies

  • silent green Kulturquartier (Kuppelhalle) (map)
  • Google Calendar ICS

Assembling Bodies

Assembling Bodies is a portrait concert featuring seven works by the Academy’s spring 2020 Inga Maren Otto Fellow in Music Composition, Carolyn Chen. The pieces, composed between 2009 and 2020, include instrumental music, reading, and movement for listening bodies.

Stomachs of Ravens
Our Glass Bodies
This is a Scream

* * *

Tragedy
How to Assemble a
Southern v. Northern Lion
Signs of Struggle

Carolyn Chen is a composer, sound artist, and performance artist based in Los Angeles, California. She was the Spring 2020 Inga Maren Otto Fellow in Music Composition at the American Academy in Berlin. Chen’s work reconfigures everyday sounds in order to reorient listeners’ aural habits, using a blend of sound, text, light, image, and movement. For over a decade, her studies of the guqin, the Chinese seven-string zither traditionally played for private meditation in nature, have informed her thinking on listening in social spaces. Chen places traditional instruments in conversation with everyday objects and recorded sounds, and invites participation in musical games and live installations.

Performers:

Berglind Tómasdottir, Carolyn Chen, Jennifer Torrence, Jessica Aszodi, Michiko Ogawa, Neo Hülcker, Richard Valitutto, Sam Dunscombe, Tal Allweil

View Event →
May
7
9:00 PM21:00

Reworking Telemann

Veislutónlist eftir Telemann // Reworking Telemann's Tafelmusik

Í Tafelmusik (borðtónlist, eða veislutónlist) eftir Telemann, kanna Jennifer Torrence, Berglind María Tómasdóttir, Nikolai Matthews og Mathias Halvorsen ólíkar nálganir og viðmið í klassískri tónlist. Kvartettinn fer frjálslega með efniviðinn með flautuleik, Lokk, slagverki, kontrabassa og undirbúnu píanói án þess að kvika frá andblæ tónlistarinnar sem er í senn gáskafullur og og áleitinn.

Tónlistarmennirnir fjórir hafa allir sérhæft sig í flutningi nýrrar tónlistar. Þeir starfa á breiðum grunni og taka upp á ólíklegustu hlutum, saman, sem er gaman, og í sundur.

∞ ∞ ∞

In Tafelmusik, Jennifer Torrence , Berglind María Tómasdóttir, Nikolai Matthews and Mathias Halvorsen explore different approaches and aesthetics in classical music performance. The four musicians arrange and develop Telemann’s magnus opus for flutes, Lokkur, percussion, double bass and prepared piano, while embracing Telemann's intrinsic spirit of sonic exploration, wild humor & folksy character.

The four musicians have all been intercontinentally active in performance and development of new music for many years. They all operate in a wild field, and predicting what they will be up to next is certainly not easy. They also do like each other, which also does not hurt.

The event on Facebook

View Event →
Apr
24
8:00 PM20:00

Hljóðön - Vitmót

Sunnudaginn 24. apríl kl. 20 fara fram tónleikar Ragnars Árna Ólafssonar, gítarleikara og tónskálds, og tónlistarhópsins Skerplu í Hafnarborg en tónleikarnir eru hluti af samtímatónleikaröðinni Hljóðönum. Á efnisskránni er að finna verk sem samsköpuð eru með gervigreind í verkum Ragnars Árna Ólafssonar og Jennifer Walshe. Í verkunum spretta fram áleitar spurningar um stöðu listaverksins, lokamynd þess og rödd höfundarins.

Frumflutt verður verk Ragnars Árna, Vitmót (e. Intellectible Shapes), sem skapað er með gervigreind og unnið sérstaklega í tilefni tónleikanna. Þá leikur verkið á mörkum frásagnar um sköpunarferli verksins og þeirrar tónlistar sem upp úr því ferli sprettur. Ásamt þessu mun tónlistarhópur tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, Skerpla, í samstarfi við Ragnar Árna, frumflytja nokkur verka úr verkaröð Jennifer Walshe, The Text Score Dataset 1.0. Verkin eru upprunnin úr lærdómsferli gervigreindar, úr víðtæku gagnasafni textaverka sem Jennifer, ásamt Ragnari Árna, hefur sett saman allt frá 2017 og inniheldur yfir þrjú þúsund textaskor síðustu 80 ára, frá upphafi Flúxus-stefnunnar og til samtímans. Verkefnið nýtur stuðnings PRiSM Centre við Royal Northern College of Music.

Ragnar Árni Ólafsson, gítarleikari og tónskáld, lagði stund á nám í klassískum gítarleik og síðar í tónlistarflutningi með lifandi rafhljóðum. Hann vinnur með hugbúnað sem hljóðfæri og tvinnar spunaleik saman við opnar tónsmíðar um hegðun og samspil hugmynda og véla. Í verkum sínum sækir hann innblástur í vísindaskáldskap og kenningar um tónmannlíf og eðli tilveru raunveruleika og birtist útkoman allt í senn sem hljóð, texti og mynd. Ragnar Árni hefur samið tónlist í samstarfi við listafólk í London, Hollandi og á Norðurlöndunum og flutt verk sín og annarra í Bretlandi, víðs vegar um Holland, í Portúgal og í Þýskalandi. Ragnar Árni hefur einnig verið virkur sem skipuleggjandi viðburða síðustu ár sem stjórnarmeðlimur Íslandsdeildar Ung nordisk musik og þannig verið milligöngumaður um samstarf ungs tónlistarfólks hérlendis sem og erlendis. Hann er einn aðalframleiðenda hátíðarinnar UNM 2022 í Reykjavík.

Skerpla er tónlistarhópur sem starfar innan Listaháskóla Íslands og var stofnaður haustið 2018. Skerpla rannsakar, skapar og flytur tónlist af tilraunakenndum toga með það að markmiði að víkka út hefðbundnar hugmyndir um tónlist. Berglind María Tómasdóttir, prófessor við Listaháskóla Íslands, leiðir Skerplu.

Tónskáldið og flytjandinn Jennifer Walshe hefur verið nefnd sem „sérstakasta rödd samtímatónlistar frá Írlandi í yfir 20 ár“ (The Irish Times) og hefur tónlist hennar verið verið flutt um heim allan. Þriðja plata hennar, A Late Anthology of Early Music Vol. 1: Ancient to Renaissance, kom út árið 2020. Platan nýtir gervigreind til þess að endurvinna hornsteina vestrænnar tónlistarsögu. Platan var valin plata ársins af The Irish Times, The Wire og The Quietus. Jennifer Walshe er prófessor við Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Stuttgart. Verk hennar voru nýlega í brennidepli hjá Alex Ross í The New Yorker.

Hljóðön, samtímatónleikaröð Hafnarborgar, er sérstaklega tileinkuð tónlist 20. og 21. aldar, þar sem einstök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir en tónleikaröðin hefur verið hluti af dagskrá Hafnarborgar síðan 2013.

Aðgöngumiðar eru seldir í Hafnarborg. Almennt miðaverð er kr. 2.500, verð fyrir eldri borgara og námsmenn kr. 1.500.

Tónleikarnir njóta stuðnings Tónlistarsjóðs og starfslauna tónskálda.

//

Phonemes – Intellectible Shapes

Sunday April 24th at 8 p.m., Ragnar Árni Ólafsson, guitarist and composer, and the music ensemble Skerpla will perform at a concert in Hafnarborg, as part of the concert series Phonemes. The programme features works which are created along with artificial intelligence, both in the works of Ragnar Árni Ólafsson and Jennifer Walshe. In the works, the listener encounters questions about the artwork itself and its state, as well as the voice of the author.

Hafnarborg’s concert series Phonemes is dedicated to presenting music by various contemporary composers from the 20th and 21st century, shedding light upon artistic research in the abstract world of the poetry of sounds. The event is also supported by The Music Fund and the French Embassy in Iceland.

Tickets are sold in Hafnarborg. General admittance is 2,500 ISK and the ticket price is 1,500 ISK for senior citizens and students.

The concert is supported by the Icelandic Music Fund and the Artist’s Salary Fund.

VIÐBURÐUR Á FACEBOOK — THE EVENT ON FACEBOOK

View Event →